Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Álftamýri er opin alla virka daga nema hefðbundna frídaga frá lok skóla til kl. 17.00.
Starfstími frístundaheimila miðast við skólaárið eins og það er hverju sinni og kemur fram á skóladagatali. 
Í jóla-, páska- og vetrarfríi eru frístundaheimilin opin allan daginn á virkum dögum nema aðfangadag og gamlársdag (sbr.opnun leikskóla í Garðabæ). Öllum börnum skólans skal standa til boða dvöl þessa daga. Þetta skal kynnt í tölvupósti öllum foreldrum barna með þriggja vikna fyrirvara. Gjald er reiknað út frá fjölda skráðra klukkustunda og miðast við tímagjald í auglýstri gjaldskrá. Sérstaklega þarf að greiða fyrir dvöl fyrri hluta dags hjá þeim börnum sem eru skráð til dvalar eftir skólatíma.

Á starfsdögum kennara og þá daga sem kennsla fellur niður vegna foreldraviðtala eru frístundaheimilin opin allan daginn. Öllum börnum skólans skal standa til boða dvöl þessa daga. Þetta skal kynnt í tölvupósti öllum foreldrum barna með 3 vikna fyrirvara. Skrá skal  börnin með minnst 10 daga fyrirvara. Gjald er reiknað út frá fjölda skráðra klukkustunda og miðast við tímagjald í auglýstri gjaldskrá. Gert er ráð fyrir að samstarfi frístundaheimilanna t.d. í jóla-, páska- og vetrarfríi sem og á starfsdögum og foreldradögum. 

English
Hafðu samband