Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrar eru afar mikilvægir samstarfsaðilar kennara og nemenda þegar kemur að skólastarfi.
Góð samskipti milli heimilis og skóla eru lykilatriði þegar kemur að námi, hvort heldur er heimanámi eða því sem fer fram í skólanum.
Áhugi foreldra á náminu og skólastarfinu í heild er hvatning fyrir alla aðila, nemendur, kennara og foreldra.

Í Álftanesskóla starfar Foreldrafélag Álftanesskóla.
Allir foreldrar og forráðamenn sem eiga börn í skólanum eru sjálfkrafa félagsmenn í Foreldrafélagi Álftanesskóla.

Markmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda skólans og styrkja skólann í hvívetna.
Markmiðinu hyggst félagið m.a. ná með því að:
skapa samstarfsvettvang fyrir foreldra sem eiga börn í skólanum
efla tengsl heimilis og skóla
stuðla að velferð nemenda skólans
koma á umræðufundum um skóla- og uppeldismál
veita skólanum lið svo aðstæður til náms og félagslegra starfa verði samkvæmt kröfum hvers tíma
veita skólanum aðstoð vegna ákveðinna verkefna og starfa í skólanum
efla samstarf við foreldrafélög í öðrum skólum í Garðabæ í gegnum Grunnstoð sem er samstarfsvettvangur foreldrafélaga grunnskóla í Garðabæ


Foreldrafélag Álftanesskóla er á Facebook: https://www.facebook.com/ForeldrafelagAlftanesskola/
Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til að "líka við" síðuna. Á síðunni eru reglulega kynntir viðburðir á vegum foreldrafélagsins, skemmtanir, námskeið og ýmiskonar fróðleikur.

Netfangið er: foreldrafelag@alftanesskoli.is

 

 

English
Hafðu samband