Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leyfi og undanþága frá skólasókn

Mikilvægt er að nemendur stundi nám sitt af ábyrgð og temji sér stundvísi og reglusemi. Lög um grunnskóla kveða á um að forráðamenn nemenda sjái til þess að þeir sæki skóla dag hvern. Þurfi nemandi leyfi frá skóla í heilan dag skal forráðamaður sækja um leyfi hjá umsjónarkennara. Sé um lengri tíma að ræða skal forráðamaður sækja um leyfi hjá deildarstjóra tveimur dögum fyrir áætlað leyfi. 

Athugið að öll röskun á námi nemenda, sem hlýst af leyfi eða undanþágu frá skólasókn, er á ábyrgð foreldra eða forráðamanna sbr. 4.mgr. 15.gr. grunnskólalaga nr. 91/2008:

"Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur."

Foreldrar eru beðnir að gæta hófs í umsóknum um leyfi. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna tímabundinni undanþágu frá skólasókn ef ástæða þykir til.

 

English
Hafðu samband