Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarfið haustið 2013

25.06.2013
Skólastarfið haustið 2013

Skólasetning Álftanesskóla 2013

Skóli hefst föstudaginn 23. ágúst með skólasetningu og hefst kennsla mánudaginn 26. ágúst  skv. stundaskrá. Skóladagatal er að finna hér á heimasíðunni. Innkauplistar verða birtir á vef skólans mánudaginn 19. ágúst. 

1. Skólasetning Álftanesskóla fer fram í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar föstudaginn 23. ágúst 2013.  Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum á skólasetningu. 

Nemendur skólans mæta til skólasetningar eftir árgöngum:


  • Nemendur í 7.- 10. bekk mæta kl. 09:00
  • Nemendur í 4. - 6. bekk mæta kl.  09:45
  • Nemendur í 2. - 3. bekk mæta kl   10 :30
  • Nemendur 1. bekkjar eru með sérstöku bréfi boðaðir til viðtals hjá umsjónarkennara föstudaginn 23. ágúst.

Mánudaginn 26. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum skólans.

Foreldrar barna í 1. bekk eru hvattir til að mæta með börnum sínum í upphafi fyrsta skóladags og svo lengi sem þörf krefur. 

Að lokinni skólasetningu fara nemendur og foreldrar með umsjónarkennara í heimastofu og fá afhenta stundaskrá og aðrar upplýsingar.

2. Allir innkaupalistar verða komnir á vef skólans 19. ágúst og fást einnig á skrifstofu skólans.

3. Nýir nemendur í 2. - 10. bekk ásamt foreldrum sínum verða boðaðir sérstaklega af umsjónarkennurum og deildarstjórum að heimsækja skólann á tímabilinu 19 .- 22. ágúst hafi sú kynning ekki þegar farið fram.

4. Haustfundir með foreldrum verða vikuna 2. – 6.  september (auglýst síðar)

5. Tómstundaheimilið Frístund opnar fyrir skráð börn í í Frístund í 1. – 4. bekk mánudaginn 26. ágúst að loknum skóladegi.

Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri. 

Til baka
English
Hafðu samband