Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Undankeppni fyrir Stíl 2013

11.11.2013
Undankeppni fyrir Stíl 2013

Miðvikudagskvöldið 6. nóvember var haldin undankeppni í Elítunni fyrir Stíl 2013. Stíll er fatahönnunarkeppni á vegum Samfés, allar félagsmiðstöðvar landsins mega taka þátt.

Þema keppninnar í ár er fortíðin. Það voru 11 stúlkur í unglingadeild sem tóku þátt þetta árið. Þær fengu alveg frjálsar hendur um túlkun og sköpun á sínu verkefni. Þær hafa unnið hörðum höndum síðan í september og notið leiðsagnar Rakelar Tönju, en hún starfar í Elítunni. Allir hóparnir stóðu sig með prýði og eiga hrós skilið. Það var þó aðeins einn hópur sem stóð uppi sem sigurvegari og keppir fyrir hönd Elítunnar í Hörpu 23. nóvember næstkomandi. Þetta eru þrjár stúlkur í 10. bekk, þær heita Ásdís, Emma og Helga. Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis.Sigurvegarar ásamt dómurum kvöldsins.

Til baka
English
Hafðu samband