Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahald fellur niður fimmtudaginn 15. maí

15.05.2014

Vegna vinnustöðvunar Félags grunnskólakennara fimmtudaginn 15. maí fellur allt skólahald niður í Álftanesskóla.

Bréf sent til foreldra þriðjudaginn 13. maí:

Ágætu foreldrar.

Upplýsingar vegna fyrirhugaðrar vinnustöðvunar grunnskólakennara

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Félag grunnskólakennara boðað vinnustöðvun þrjá daga, 15. maí, 21. maí og 27. maí.

Þetta þýðir að skólahald fellur niður þessa daga ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma.

Starfsemi tómstundaheimila verður óbreytt verkfallsdagana.

Foreldrar barna sem skráð eru í Frístund-tómstundaheimili eru beðnir að  senda eða hringja inn í Frístund upplýsingum um hvort barnið komi í Frístund kl. 13:15 á fimmtudaginn 15. maí komi til vinnustöðvunar þann dag.

Netfangið johanna@alftanes.is eða í síma 895-5612,  821-5455 og 565-8528

Komi til vinnustöðvunar mun kennsla á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar sem alla jafna fer fram inn í  grunnskólum fara fram í húsnæði Tónlistarskólans að Kirkjulundi 11. Kennsla nemenda á  Álftanesi fer eftir sem áður fram í húsnæði Tónlistarskólans á Álftanesi.

Við biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum að kvöldi nk. miðvikudags og morgni fimmtudags.

 

Sveinbjörn Markús Njálsson
skólastjóri

Til baka
English
Hafðu samband