Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 6. bekk gróðursettu trjáplöntur á skólalóðinni

02.10.2014

Nemendur 6. bekk unnu það þrekvirki að gróðursetja 312 trjáplöntur á lóð skólans ásamt kennurum sínum og skólastjóra. Með þessu voru nemendurnir ekki einungis að hjálpa til við að fegra skólalóðina sína heldur einnig að leggja sitt af mörkum í Grænfánaverkefni skólans. 

Starfsfólk garðyrkjudeildar Garðabæjar skipulagði og leiðbeindi við gróðursetninguna. Gróðurbeðin eru á nýjum hluta lóðarinnar sem hefur verið í vinnslu. Á þessum hluta lóðarinnar verða líka ný leiktæki sett upp eins og hlaupaköttur.

Skólalóðin er nú hlýlegri eftir gróðursetningu nemendanna. Krakkarnir jöfnuðu og sléttuðu beðin eftir gróðursetningu og dreifðu sandi yfir til að minnka líkur á að illgresi vaxi í þeim.

Hér má sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband