Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ganga um Gálgahraun og útileikir við skólann.

03.11.2014
Ganga um Gálgahraun og útileikir við skólann.

Útikennsludagarnir Lesið í Nesið fóru vel fram í ágætis veðri dagana 29. og 30. október. Nemendum á mið og elsta stigi var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn var í fjölbreyttum verkefnum í nánasti umhverfi skólans þar sem þema dagana þetta árið var "útileikir" og hinn hópurinn gekk um Gálgahraunið. Skiptu hóparnir svo um hlutverk á seinni degi.

Samvinna og gleði einkenndi útikennsludagana þetta árið þótt örlítið hafi blásið á móti seinni daginn. Gaman var einnig að sjá hve duglegir nemendur voru að hvetja og styðja hver við annan í verkefnunum og eiga þeir hrós skilið fyrir það.

Myndir úr gönguferðinni um Gjálgahraun og af útileikjum við skólann.

Til baka
English
Hafðu samband