Stóra-Upplestrarkeppnin
19.11.2014

Í gær var Stóru-Upplestrarkeppninni hleypt af stokkunum hér hjá okkur í Álftanesskóla. Keppnin hófst með því að tveir nemendur í 8. bekk sem tóku þátt í keppninni í fyrra lásu fyrir nemendur í 7. bekk en þau koma til með að taka þátt í keppninni eins og undanfarin ár. Nú hafa nemendur tímann fram í febrúar til að undirbúa sig en þá verður undankeppni í skólanum.
Í mars verður síðan lokakeppni milli skólanna í Garðabæ og frá Seltjarnarnesi.