Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Elítan keppir í Stíl hönnunarkeppni félagsmiðstöðva

26.11.2014
Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Keppnin í ár fer fram laugardaginn 29. nóvember og er þema hennar "Tækni". Fyrir hönd Elítunnar félagsmiðstöðvar Álftanesskóla keppa þær Ingibjörg Þór Árnadóttir og Fanndís Kara Guðnadóttir undir umsjón Rakelar Tönju Bjarnadóttur.

Stíll 2014 verður haldinn í Hörpunni laugardaginn 29. nóvember kl. 15:00 - 17:00 og eru allir velkomnir.
Til baka
English
Hafðu samband