Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnardagurinn - Benni Kalli heimsótti nemendur í 10. bekk

02.10.2015
Forvarnardagurinn - Benni Kalli heimsótti nemendur í 10. bekk

Berent Karl Hafsteinsson, öðru nafni Benni Kalli kom í heimsókn til nemenda 10. bekkja Álftanesskóla í dag og hélt áhugaverðan fyrirlestur um áhrif þess að fylgja ekki umferðarreglum og þeim alvarlegu afleiðingum sem fylgja umferðarslysum. Benni Kalli hreif nemendur með sér þegar hann sagði frá erfiðri lífsreynslu sinni af skelfilegu mótorhjólaslysi. Húmor og jákvæðni einkenndu frásögn Benna Kalla, þó undirtónninn væri dauðans alvara. Að gefast ekki upp, þótt móti blási, voru einnig skýr skilaboð til ungmennanna, ásamt mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin hegðun og ákvörðunum.  

Til baka
English
Hafðu samband