Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóla- og góðgerðadagurinn 2015

25.11.2015
Jóla- og góðgerðadagurinn 2015

Hinn árlegi jóla- og góðgerðadagur verður haldinn laugardaginn 28. nóvember kl. 12:00 - 16:00 í Íþróttamiðstöð Álftaness. Um samfélagslegt verkefni er að ræða sem Foreldrafélag Álftanesskóla stendur fyrir og mörg af helstu félagasamtökum Álftnesinga leggja lið, svo sem Lionsklúbbur Álftaness og Kvenfélag Álftaness.

Nemendur í Álftanesskóla leika einnig stórt hlutverk í deginum þar sem 4. bekkur verður með lukkuhjól, 6. bekkur selur jólamerkimiða, 7. bekkur verður með dekurhorn og 10. bekkur kaffihús.

Markaðsstemning verður í húsinu þar sem fjölmargir aðilar munu kynna og selja vörur sínar. Skemmtidagskrá verður í gangi og munu m.a. söngkonurnar Alda Díssigurvegari Ísland Got Talent 2015 og Guðrún Óla keppandi í The Voice Ísland stíga á stokk og syngja nokkur lög.

Rauði kross Íslands mun taka á móti fatnaði og eru spariföt vel þegin. Hægt verður að koma með auka jólapakka merktan stelpu eða strák og aldri þess sem pakkinn er ætlaður. Hjálparstarf kirkjunnar mun deila út aukapakkanum hér innanlands. Líknarsjóður Álftaness tekur á móti framlögum til stuðnings fjölskyldum á Álftanesi.

Garðabær stendur fyrir dagskrá kl. 16:15-16:45 fyrir utan íþróttamiðstöðina. Ljósin verða tendruð á jólatrénu, dansað í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn.

Sjá nánar meðfylgjandi dagskrá.

 

Til baka
English
Hafðu samband