Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólalestur á skólasafninu

27.11.2015
Jólalestur á skólasafninu

Allar bækur sem tengjast jólunum á einhvern hátt eru komnar fram á skólasafninu.

Lestrarátakið “Jólalestur” er hafið á skólasafninu fyrir nemendur 1.-  6. bekk. Þeir nemendur sem vilja taka þátt fá þar til gerða lestrarmiða á safninu þar sem lesa á fimm jólabækur og merkja við. Eftir hverjar fimm bækur fá nemendur jólalegt viðurkenningarskjal með nafni á völdum jólasveinum.

Endilega hvetjið sem flesta til að taka þátt.

LESTUR ER BESTUR

Til baka
English
Hafðu samband