Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsdagurinn 4. janúar

04.01.2016
Starfsdagurinn 4. janúar

 Við starfsfólk Álftanesskóla hófum starfið 2016 með góðum starfsdegi. Við ræddum hugmyndir að markmiðum til að vinna að fyrir næsta Grænfána og verða þær svo tengdar hugmyndum nemenda og þannig fengin ný markmið sem við getum öll verið sammála um að vinna að næstu tvö árin. Einnig fjallaði Erna aðstoðarskólastjóri um nýja námsmatskerfið sem öllum skólum ber nú að taka upp í 10. bekk samkvæmt Aðalnámskrá. Kennarar fóru svo til undirbúnings kennslu en annað starfsfólk fékk fræðslu um verkefnið Velferð barna í Garðabæ.

Við hlökkum til að hefja starfið með nemendum á morgun.

Til baka
English
Hafðu samband