Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útivistarferð í Bláfjöll miðvikudaginn 27.apríl

25.04.2016
Útivistarferð í Bláfjöll miðvikudaginn 27.apríl Núna eru veðurguðirnir okkur hliðhollir og spáin fyrir miðvikudaginn 27. apríl er ljómandi góð til að fara í útivistar-, skíða- og brettaferð í Bláfjöll.

Við gerum ráð fyrir því að allir nemendur í 5.-10. bekk taki þátt í ferðinni. Ýmist eru nemendur í gönguferðum, sleðaferðum eða á skíðum/brettum. Ef það eru einhverjir sem ekki geta farið í ferðina verður kennsla fyrir þá í skólanum. Vinsamlegast látið vita á morgun, þriðjudag, ef ykkar barn getur einhverra hluta vegna ekki tekið þátt í ferðinni.

Mæting verður við endann á fótboltavellinum kl. 8.30. Í boði verða þrjár heimferðir kl. 13:30, 14:30 og 15:30

Kostnaður fyrir nemendur er 750 kr. fyrir lyftukort og fyrir þau sem þess þurfa þá er hægt að leigja sér skíði/bretti og kostar það 2.200 kr. Skólinn greiðir rútukostnað.

Nemendur greiða kennaranum sínum fyrir lyftukortið þriðjudaginn 26. apríl en sjá sjálf um að borga í skíðaleigunni.
Þar sem margir þurfa að leigja sér búnað má gera ráð fyrir því að um einhvern bið verði að ræða í skíðaleigunni því væri gott ef sem flestir reyni að útvega sér búnað hjá ættingjum og vinum.

Þeir sem ekki eru á skíðum eða brettum geta verið með snjóþotur, sleða o.þ.h.

Nemendur þurfa að vera vel klæddir og með gott nesti fyrir daginn. Þeir nemendur sem eru í mataráskrift fá með sér nestispakka í hádeginu sem inniheldur samloku, ávöxt og drykk.

Ef óskað er eftir því að börnin fari á annan hátt heim en með hópnum, þá þurfa foreldrar/forráðamenn að láta umsjónarkennara vita af því fyrir skólalok á þriðjudag.
Til baka
English
Hafðu samband