Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar 28. og 29. apríl

27.04.2016
Listadagar 28. og 29. apríl

Unglistaleikarnir verða haldnir dagana 28. og 29. apríl og er þema leikanna í ár Vorvindar glaðir. Nemendur vinna  mismunandi verkefni og munu list- og verkgreinakennarar ásamt öðrum kennurum setja upp vinnustöðvar um allan skólann fyrir nemendur.

Nemendur hafa valið sér verkefni sem þeir vinna að þessa daga. Flest verkefnanna eru þannig að þau þurfa að vera klædd þannig að fötin megi óhreinkast, jafnvel skemmast í málningarvinnu.

Athugið að þessa daga er skóladagurinn mismundi eftir því á hvaða stigi nemendur eru. Frístund er opin eins og venjulega. Á fimmtudeginum fara nemendur á yngsta og miðstigi með rútu á Vifilstaðatún þar sem skemmtun er haldin fyrir skólabörn í Garðabæ. Nemendur koma tilbaka um kl. 13:45. 

Við minnum á að á föstudaginn er opið hús hér í skólanum þar sem gestum gefst kostur á að skoða vinnu nemenda og kaupa sér kaffi og bakkelsi í kaffihúsi elsta stigs.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Til baka
English
Hafðu samband