Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grænfánastarf Álftanesskóla

10.01.2017
Grænfánastarf Álftanesskóla

Þema janúarmánaðar í grænfánastarfi skólans er orka og orkusparnaður. Við munum aðallega leggja áherslu á að allir starfsmenn og nemendur fari sparlega með rafmagn og slökkvi alltaf ljós á eftir sér þegar farið er á salerni og kennarar slökkvi á ljósum og skjávarpa þegar farið er úr kennslustofu. Kennarar munu vinna ýmis verkefni með nemendum sem snúa að orkusparnaði og almenna fræðslu um ýmsa orkugjafa.

Verkefni nemenda verður hægt að sjá á Grænfánasíðu skólans í lok janúar.  http://graenfani.weebly.com/

Til baka
English
Hafðu samband