Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Endurskinsmerki frá Mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar

26.01.2017
Endurskinsmerki frá Mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Nú á næstu dögum fá öll grunnskólabörn í Garðabæ afhent endurskinsmerki í skólanum.  Mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar stendur að verkefninu og eru ástæður þess tvær:

Í fyrsta lagi eru endurskinsmerki nauðsynleg til að sjást betur í myrkrinu og sem hluti af auknu öryggi í umferðinni. Ég hvet ykkur öll, kæru foreldrar, til þess að sjá til þess að börnin ykkar noti merkin, eða önnur endurskinsmerki,  nú á dimmasta tímanum. Mikilvægt er að hengja merkin á áberandi stað. 

Í öðru lagi viljum við minna börnin á skynsamlega skjánotkun í framhaldi af forvarnavikunni í október síðastliðnum.  Slagorð forvarnavikunnar var „Ertu  gæludýr símans þíns?“ og er það prentað á endurskinsmerkin, ásamt merki Garðabæjar.  Það kemur skýrt fram í nýjustu könnunum á líðan barna á grunnskólaaldri að mikil skjá- og samfélagsmiðlanotkun, sem og mikil leikjaspilun, getur haft neikvæð áhrif á líf barna. Afleiðingarnar geta meðal annars verið vaxandi kvíði, svefnleysi og vanlíðan.  Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja ykkur til að halda áfram að fylgjast vel með skjánotkun barnanna ykkar og passa upp á að hún verði ekki of mikil. Ferðalag í netheimum getur verið varasamt líkt og að ferðast í umferðinni.

Með öryggið að leiðarljósi - Sjáumst !

Kærar kveðjur, 
Sigríður Björk Gunnarsdóttir
Formaður mannréttinda- og forvarnanefndar Garðabæjar.

Til baka
English
Hafðu samband