Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóla- og góðgerðadagurinn og ljósin tendruð

29.11.2017
Jóla- og góðgerðadagurinn og ljósin tendruðLaugardaginn 2. desember verður heilmikil jóladagskrá í Garðabæ á Álftanesi og á Garðatorgi.
 
Jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi
Fjölbreytt dagskrá innandyra í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi frá kl. 12-16 á vegum Foreldrafélags Álftanesskóla og hinna ýmsu félagasamtaka.  Handverksmarkaður, uppboð, tombóla, kaffishús, tónlistaratriði, tískusýning, dans, bingó, sirkus o.fl. 
Þegar dagskránni lýkur innandyra verða ljósin tendruð á jólatrénu fyrir utan íþróttamiðstöðina kl. 16:10.  Þar verður tónlist og dansað í kringum jólatréð, jólasveinar mæta á staðinn.
 
Viðburðir á fésbókinni:
Jóla- og góðgerðardagur https://www.facebook.com/events/1559868107405409/
Ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi 
https://www.facebook.com/events/1981871382096391/
 
Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi
Á Garðatorgi verða ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Asker og dagskrá fyrir utan ráðhúsið sem hefst kl. 16 um daginn.  Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar spilar, barnakór Hæðarbóls syngur, barnakór Sjálandsskóla syngur og jólasveinar mæta á staðinn.

Fyrr um daginn eða kl. 14.30 verður leikritið Ævintýrið um augastein sýnt í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi.  Í tilefni dagsins verður ókeypis aðgangur í Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi. 
 
Viðburður í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar: http://www.gardabaer.is/forsida/vidburdir/vidburdur/2017/12/02/Ljosin-tendrud-a-jolatrenu-a-Gardatorgi/
Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar:  https://www.facebook.com/events/1662761083762282/
 
Til baka
English
Hafðu samband