Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur lásu 5008 bækur í Lestrarátaki Ævars vísindamanns

15.03.2018
Nemendur lásu 5008 bækur í Lestrarátaki Ævars vísindamanns

Nemendur á yngsta stigi lásu hvorki meira né minna en 5008 bækur í Lestrarátaki Ævars vísindamanns sem hófst 1. janúar og lauk 1. mars síðastliðinn. Í lestrarátakinu fylltu nemendur út sérstaka lestrarmiða fyrir hverjar þrjár bækur og í byrjun mars dró Ævar vísindamaður úr innsendum miðum. Guðjón Máni í 1. bekk er einn af þeim fimm krökkum sem dregnir voru úr pottinum og fær í verðlaun að vera persóna í ofurhetjubók Ævars sem kemur út í maí. 

Við óskum Guðjóni Mána til hamingju og öllum krökkunum á yngsta stigi fyrir mikinn dugnað í lestri. 

Hér má sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband