Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak

22.03.2018
Lestrarátak

Nemendur í yngri bekkjum Álftanesskóla tóku þá í Lestrarátaki Ævars vísindamanns sem hófst 1. janúar og lauk 1. mars. Lesnar voru 5008 bækur sem er frábær árangur. Áður en farið var með lestrarmiðana til Ævars var dregið úr öllum miðunum hér í skólanum, fjögur nöfn.

Þeir nemendur sem voru svo heppnir eru: Rebekka Ósk Snorradóttir 1. R, Lúkas Marelsson 2.SSB, Freyja Huginsdóttir 3. G og Halla Salvör Bjarkadóttir 4. IÓ. Nemendur fengu bókargjöf frá skólanum „Óðhalaringla“ eftir Þórarinn Eldjárn.

Til hamingju. 
Lestur er bestur.

 

Til baka
English
Hafðu samband