Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Álftanesskóli hlaut styrk frá Erasmus+

06.09.2018
Álftanesskóli hlaut styrk frá Erasmus+

Álftanesskóli hlaut styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB, til að vinna verkefnið „Reading Teaching for Social and Educational Inclusion“, sem felst í því að skoða sérstök úrræði í sérkennslu með áherslu á lestur og lesskilning. Verkefnið er samstarfsverkefni skóla í Rúmeníu, Póllandi, Tyrklandi og á Spáni. Mun Anna Svanhildur stýra verkefninu fyrir Álftanesskóla.

Á myndinni eru Anna Svanhildur og Erna Ingibjörg skólastjóri,  að taka við samningnum fyrir hönd Álftanesskóla.

 

Til baka
English
Hafðu samband