Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjáumst betur!

27.11.2018
Sjáumst betur!

Endurskinsmerki - Sjáumst í myrkrinu!

Af hverju endurskinsmerki?
Í myrkrinu eiga ökumenn erfiðara með að sjá okkur. Þess vegna eru endurskinsmerki alveg nauðsynleg - annars erum við bara eins og draugar (sjáumst ekki!). 

Á Íslandi verða veturnir mjög dimmir og þá er gott að hafa endurskinsmerkin alltaf á sér t.d. í skólatöskunni, æfingatöskunni og á útifatnaði. Endurskinsmerkin virka eins og blikkljós þegar ljós skín á okkur og þá sjá ökumenn okkur miklu fyrr. Svo eru þau líka bara mjög töff.

Hvernig endurskinsmerki?

Það eru til svo ótal margar gerðir af endurskinsmerkjum sem við getum skreytt okkur með áður en við förum út í myrkrið. T.d. borðar, klemmur, nælur, vesti. Svo eru líka til endurskinsmerki á dýrin okkar - því þau þurfa líka að sjást í myrkri. 

Þetta þarftu að vita til að vera SNILLINGUR úti í myrkrinu: 
- Bílarnir sjá þig betur í myrkrinu þegar þú ert með endurskinsmerki
- Endurskinsmerkin verða að sjást vel, t.d. á ermar, buxur, hliðar og tösku.
- Einnig má setja endurskinsmerki á gæludýrið og á hjólið.
- Ekki vera draugur í umferðinni! 

Hvað með fullorðna fólkið?

Fullorðnir eiga að sjálfsögðu að vera fyrirmyndir barna og vera með endurskinsmerki á sínum flíkum. Krakkar - pössum líka uppá systkini okkar, mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda og alla hina draugana.

---

Efni fengið af vef Samgöngustofu: http://www.umferd.is/endurskinsmerki/

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband