Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kærleikarnir 29. - 30. nóvember

29.11.2018
Kærleikarnir 29. - 30. nóvember

Í dag hófust Kærleikarnir en þeir eru árlegur viðburður hér í Álftanesskóla, þá hittast vinapör og vinna saman að verkefni um þarfirnar. Grunnþarfirnar eru: öryggi, tilheyra, áhrif, frelsi og gleði. 

Í ár var unnið með þörfina "Gleði". Vinapör föndruðu blöðrur með tilvísun um gleði og fóru svo með blöðrurnar sínar út í Íþróttamiðstöð þar sem þær voru festar á vegg og mynduðu orðið GLEÐI og broskall :) Bekkirnir föndruðu einnig minni blöðrur en þeim verður dreift til íbúa á Álftanesi.

Hér má sjá nokkrar myndir

Á morgun, föstudag verður hin árlega Grænfánatískusýning sem nemendur í 5. bekk vinna að með hjálp foreldra sinna. Verkefnið byggist á umhverfisvænni hugsun og því tilvalið að nota verðlaus efni þ.e. að endurnýta t.d. ónýtar/gamlar flíkur eða nota ýmislegt sem fellur til heima hjá öllum.

Tískusýningin verður síðan endurtekin á Jóla- og góðgerðadegi hér á Álftanesi þann 1. desember næstkomandi.

Til baka
English
Hafðu samband