Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsla til foreldra vegna lestrarvanda og tækni

18.11.2019
Fræðsla til foreldra vegna lestrarvanda og tækni

Í vikunni hafa allir nemendur í 7. - 9. bekk fengið fræðslu frá Snævari Ívarssyni formanni Félags lesblindra á Íslandi. Fræðslan er hluti af þróunarverkefni Garðabæjar "Láttu tæknina vinna með þér til framtíðar". Snævar fræddi alla nemendur um lesblindu, einkenni, áskoranir og styrkleika lesblindra. Einnig fór hann yfir hvaða úrræði hafa nýst vel til að takast á við þær áskoranir sem fylgja lesblindu.

Snævar mun koma og halda fræðsluerindi fyrir foreldra fimmtudaginn 21. nóvember í sal Álftanesskóla kl: 8:30 - 9:30. Allir eru velkomnir en við hvetjum sérstaklega foreldra nemenda með lestrarvanda og þá foreldra sem hafa áhyggjur af lestri barna sinna til að koma og kynna sér þá tækni og úrræði sem nýtast nemendum. 

 

Til baka
English
Hafðu samband