Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorleikar á morgun og skólaslit hinn daginn

07.06.2020
Vorleikar á morgun og skólaslit hinn daginn

Vorleikarnir eru á morgun mánudag og þá er skertur skóladagur. Skólinn hefst hjá nemendum kl. 9:00 og lýkur eftir hádegismat, bókasafnið er opið frá klukkan 8:00 fyrir þá nemendur sem á þurfa að halda og frístundaheimilið Álftamýri tekur við nemendum sem þar eru skráðir frá kl. 13:00. 

Vorleikarnir fara fram utanhúss og því er mikilvægt að klæða sig eftir veðri. Nemendur fara með með sínum umsjónarkennara á milli íþróttastöðva víða um skólalóðina.  

Útskrift nemenda í 10. bekk er á morgun kl. 17:00 og árshátíð elsta stigs í kjölfarið.

Á þriðjudaginn eru skólaslit hjá nemendum í 1. - 9. bekk og fara þau fram í umsjónarstofum nemenda þar sem umsjónarkennarar afhenda vitnisburði. 

Tímasetningar skólaslita verða sem hér segir:
Kl. 9:00      1., 2., 5., 6. og 7. bekkur                    
Kl. 10:00    3., 4., 8. og 9. bekkur

Gert er ráð fyrir að skólaslitin taki um 30-40 mín. 

Við minnum enn og aftur á að því miður geta foreldrar/forráðamenn nemenda í 1. - 9. bekk ekki komið með á skólaslitin eins og áður hefur komið fram vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og tilmæla frá yfirvöldum. Við viljum biðja foreldra/forráðamenn að virða það.

Með fyrirfram þökk og 

kveðju stjórnendur Álftanesskóla

 

  

Til baka
English
Hafðu samband