Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir úr skólasundinu

18.01.2021
Fréttir úr skólasundinu

Þessa vikuna eru nemendur að æfa sig að synda lengri vegalengdir í bringusundi. Þetta fer þannig fram að nemendum er skipt á brautir og svo synda þeir fram og tilbaka í innilauginni (25 metra) aftur og aftur. Nemendur fá að nota þau hjálpartæki sem þeir þurfa (kút og kork) og er miðað við getu hvers og eins. Ferðirnar eru merktar á töflu og í lokin er tekið saman hvað hópurinn synti í heild. Þetta er góð æfing bæði í sundinu sem lagt er fyrir og einnig í þolsundi þar sem ákefðin er nokkuð mikil. Samhlið þessu er unnið aðeins með stærðfræði því hópurinn er fenginn til að vinna með tölurnar sem koma upp.

Í þessari viku reið 3. bekkur á vaðið og á meðfylgjandi mynd má sjá útkomuna hjá þeim.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband