Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð í 1. bekk

29.01.2021
100 daga hátíð í 1. bekk

 Mikil hátíðahöld voru í 1.bekk síðasta miðvikudag og fimmtudag þar haldið var upp á hundraðasta skóladaginn. Nemendur byrjuðu miðvikudaginn á að skoða töluna 100 ásamt því að útbúa kórónu. Síðan var farið í skrúðgöngu um skólann og sungin nokkur skemmtileg lög. 

Á fimmtudeginum unnu nemendur stærðfræðiverkefni sem fólst í því að nemendur áttu að telja tíu stykki af tíu tegundum af góðgæti sem þeir fengu í glasi, alls 100 stykki á mann. 

Hér má sjá myndir

 

 

Til baka
English
Hafðu samband