Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokaverkefni nemenda í 10. bekk

03.06.2021
Lokaverkefni nemenda í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að lokaverkefnum sínum en þeirri vinnu lauk nú á þriðjudaginn þegar þau sýndu og kynntu afraksturinn fyrir umsjónarkennurum sínum. 

Í lokaverkefninu er námsgreinunum dönsku, ensku, íslensku, náttúrufræði, samfélagsfræði og stærðfræði fléttað saman í eitt raunverulegt verkefni. Nemendur unnu saman í hópum og höfðu val um að t.d. hanna  menningar- og/eða afþreyingarstað, skipuleggja hátíð eða brúðkaup eða opna, verslun, veitingahús, kaffihús eða ísbúð. Út frá viðfangsefninu áttu nemendur að hanna líkan, halda dagbók, útbúa auglýsingar og fjárhagsáætlun ásamt öðru, allt eftir eðli verkefnisins. 

Óhætt er að segja að krakkarnir hafi lært heilan helling af þessu skemmtilega verkefni og jafnframt staðið sig með mikilli prýði. 

Hér má sjá myndir frá sýningunni. 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband