Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Erasmus skólasamstarfsverkefni - Jerusalema dansinn

21.06.2021
Erasmus skólasamstarfsverkefni - Jerusalema dansinn

Álftanesskóli er í Erasmus skólasamsstarfsverkefni, sem er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB.

Verkefnið heitir: „Opening the door to outdoor“ og er markmiðið að nemendur upplifi jákvæð áhrif útináms sem stuðlar að hæfni til að finna eigin leið til náms. Við viljum að þeir stundi nám sitt til að öðlast hæfni, sem gerir þeim kleift að ná árangri í þekkingaröflun í gegnum námið og í gegnum lífið.

Samstarfsskólar okkar eru skólar í: Leipzig – Þýskalandi, Sitia – Krít, Rovinj – Króatíu, Derry – Norður Írlandi og Vianen – Hollandi.

Einn liður í verkefninu er að allir skólarnir dansi Jerusalema dansinn og taki hann upp á myndband. Við í Álftanesskóla dönsuðum dansinn á vorleikadeginum okkar 8. júní s.l. og stóðu allir sig frábærlega.

Hér er myndbandið af dansinum.

Til baka
English
Hafðu samband