Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsviðtöl fimmtudaginn 21. október

18.10.2021
Námsviðtöl fimmtudaginn 21. október

Fimmtudaginn 21. október er námsviðtaladagur í Álftanesskóla. Viðtölin verða ,,venjuleg" að þessu sinni, það er foreldrar mæta með barni sínu í viðtal í stofu hjá umsjónarkennara. Foreldrar eru beðnir um að skrá sig á viðtalsbil í gegnum Mentor. Opið er fyrir skráningar frá mán 11. okt til og með fös 15. okt. Þið skráið ykkur í viðtal á þeim tíma sem hentar ykkur best af þeim tímum sem í boði eru. Ef foreldrar geta af einhverjum sökum ekki mætt í viðtalið og kjósa heldur að taka viðtalið rafrænt er það sjálfsagt mál en þá þarf að hafa samband við umsjónarkennara til að óska eftir því. Ef þið lendið í einhverjum vandræðum þá endilega hafið samband við umsjónarkennara.

Þar sem stutt er síðan að foreldrar í 1.bekk komu í viðtal til umsjónarkennara með barni sínu ætlum við að leyfa foreldrum þessa árgangs að velja hvort þeir vilji mæta í viðtal eða fái símaviðtal. Þeir sem vilja viðtal eru samt sem áður beðnir um að skrá sig á viðtalsbil í gegnum Mentor.


Til baka
English
Hafðu samband