Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsmat í Álftanesskóla

Meginhlutverk námsmats er að afla upplýsinga um námsferlið, árangur náms og kennslu á fjölbreyttan og markvissan hátt og nota niðurstöður til leiðsagnar í kennslu og öðru starfi skólans og miðla þeim á merkingarbæran hátt til nemenda, aðstandenda þeirra og samkennara.

Í Álftanesskóla er lögð áhersla á að gefa nemendum sem best til kynna hvað lagt er til grundvallar matinu; námsmatið sé hvetjandi, greinandi og leiðbeinandi. Þegar lagt er mat á frammistöðu eða framfarir nemenda, með hliðsjón af markmiðum skólans, skal fyrst og fremst miðað við þann nemanda sem í hlut á. Þá eru metnar framfarir nemandans og árangur miðað við hans eigin hæfileika og getu. Námsmat í Álftanesskóla á sér stað jafnt og þétt á námstímanum (stöðugt mat). Í Álftanesskóla er litið á skólaárið sem eitt námsmatstímabil.

Markmið er:

  • að kanna að hve miklu leyti nemandi hefur náð tilskyldum hæfniviðmiðum/markmiðum
  • að upplýsa nemanda og foreldra um hans námsstöðu
  • að matið sé leiðbeinandi og hvetjandi
  • að greina hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda
  • að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geta náð settum viðmiðum
English
Hafðu samband