Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnir gegn notkun vímuefna

Starfsfólk og stjórnendur Álftanesskóla fylgjast vel með nemendum skólans í daglegu starfi. Ætlast er til að starfsfólk þekki einkenni sem einstaklingar sýna samhliða neyslu á ávanabindandi efnum og bregðist við ef grunur kviknar um að nemandi sé að neyta slíkra efna.

Ef grunur kviknar um að nemandi neyti vímuefna af einhverju tagi er alltaf haft samband við foreldra/forráðamenn og unnið úr málinu við þá. Neysla áfengis og annarra fíkniefna er ávallt tilkynnt til fjölskyldusviðs Garðabæjar eins og lög gera ráð fyrir. Þegar þörf er á ráðgjöf og eftirfylgni mála er leitað til skólahjúkrunarfræðings og annarra sérfræðiaðila.

Stjórnendur Álftanesskóla og Elítunar fylgjast á hverju ári með niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk – Hagir og líðan sem gefur upplýsingar um neysluvenjur, hegðun, tengslamyndun og líðan barna í 5.–10. bekk á Íslandi. Ákvarðanir um hvaða gestalesarar eru fengir til að vinna með nemendum skólans eru m.a. teknar út frá þeim þörfum sem birtast í niðurstöðum.

Drög að forvarnarstefnu Garðabæjar

English
Hafðu samband