Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

Reglugerð frá menntamálaráðuneyti nr. 1040/2011, kveður á um að allir skólar skuli hafa skráðar reglur og viðurlög við brotum á þeim.

Þetta er einnig nauðsynlegt að hafa til að styðja við þau gildi sem nemendur , kennarar og foreldrar hafa valið sér sem leiðarljós og sem grundvöll að sáttmála í samskiptum.

 

Almennar reglur – við eigum að:

  • Sinna hlutverki okkar
  • Láta aðra í friði     
  • Koma fram af kurteisi
  • Bera ábyrgð á eigum okkar og skólagögnum

 

A. Viðbrögð ef út af bregður - Uppbygging

 

Uppbygging

 

  • Nemandi er spurður um hlutverk sitt og hvort hann geti sinnt því, ef það nægir ekki er nemanda boðið að gera uppbyggingaráætlun og leiðrétta mistök.
  • Nemanda gefst tækifæri til að leiðrétta og bæta fyrir brot án beitingu viðurlaga.
  • Starfsmaður skóla getur aðstoðað nemandann við að leysa úr sínum málum, einnig getur hann vísað málinu til deildarstjóra ef hann hefur ekki aðstæður eða tök á að aðstoða nemandann.
  • Málið er skráð í dagbók nemenda í Mentor, tilkynnt heim og ekki síður ef nemandinn hefur leyst málið sjálfur og leiðrétt mistök

www.alftanesskoli.is

 

 

Skýr mörk - Ófrávíkjanlegar grundvallarreglur:

 

 

Ógna öryggi með ögrandi framkomu

 

Hindra nám og kennslu

 

  • Hvorki líkamlegt né andlegt ofbeldi.
  • Engin barefli né önnur vopn.
  • Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi og tóbak.
  • Alvarlegar ögranir eða hótanir.
  • Skemmdarverk
  • Áhættuhegðun
  • Þjófnaður

 

 

  • Óvirðing, ögrun
  • Ítrekuð brot á almennum reglum
  • Særandi orðbragð

 

 

Hvað gerist ef ófrávíkjanlegar grundvallarreglur eru brotnar ?

Ef ófrávíkjanlegar reglur eru brotnar beitir kennari eða starfsmaður viðurlögum samstundis án umræðu og vísar þá máli til deildarstjóra/skólastjóra til úrvinnslu

 

Ef deildarstjórar eru ekki við er nemendum vísað til aðstoðarskólastjóra eða skólastjóra. Skólastjórnandi tekur ákvörðun um næstu skref. Skólastjórnandi skráir málið og úrvinnslu þess í dagbók nemenda í Mentor og sendir viðkomandi umsjónarkennara tölvupóst um úrvinnslu mála eða gerir honum grein fyrir því með öðrum hætti eins fljótt og unnt er.       

 

Það tekur lengri tíma að vinna og leiðrétta ófrávíkjanlegar grundvallarreglur  en að leiðrétta brot á almennri reglu. Aðilar málsins þurfa að ná hugarró áður en hægt er að byrja að leysa alvarleg mál af þessu tagi og gera áætlun um úrbætur.

 

Hér að neðan eru nefnd viðurlög sem gripið er til ef ófrávíkjanlegar grundvallarreglur eru brotnar. Foreldrar eru ávallt látnir vita ef viðurlögum er beitt. 

 

B. Viðurlögum beitt

Vísanir til annarra

Viðurlög

Úrvinnsluleiðir

 

  • Máli vísað til deildarstjóra, aðstoðarskólastjóra eða skólastjóra.
  • Nemanda vísað heim til næsta dags – sóttur af forráðamanni.*
  • Nemanda vísað heim til upphafs næstu viku.*

 

 

  • Áminning skráð.
  • Eftirseta.
  • Unnið í einveru.
  • Skrifleg skilyrði sett af skóla og heimili.
  • Nemanda gert að mæta reglulega til eftirlits í ákveðinn tíma í framhaldi af settum skilyrðum.
  • Eftirlit fylgdarmanns í frímínútum eða kennslustund.
  • Nemandi fær aðhaldsblað.
  • Missir tiltekin réttindi í ákveðin tíma s.s. að hafa snjalltæki meðferðis í starfsstöðvum skólans.

 

 

  • Foreldrar koma í skólann með nemanda þar sem gerð er áætlun eða sett skilyrði. Skólastjórnandi og umsjónarkennari ræða við nemandann og forráðamann.
  • Mál færist yfir til skólayfirvalda, barnaverndaryfirvalda og / eða lögreglu.

 

 

*Deildarstjórar, aðstoðarskólastjóri eða skólastjóri taka ákvörðun um það hvort nemenda sé vísað heim eða í frekari úrvinnslu máls.

 

Við alvarleg agabrot getur komið til brottvísunar án áminningar. Komi brottvísun til framkvæmda eiga nemandi og forráðamenn hans rétt á andmælum samkvæmt 11. og 13. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

 

Verði ágreiningur milli forráðamanna og skólans varðandi málefni nemanda og ekki næst samkomulag á heimavelli getur hvor aðili um sig vísað málinu til skólanefndar grunnskóla Garðabæjar (deildarstjóri grunnskóladeildar Garðabæjar) og síðan menntamálaráðuneytis samkv. greinum 15. og 16. í reglugerð no. 1040/2011  ,,um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélags í grunnskólum“ 

English
Hafðu samband