Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Erasmus 2018 - 2020. Reading Teaching for Social and Educational Inclusion.

Verkefnið hófst í september 2018 og átti að ljúka í lok ágúst 2020 en vegna ástandsins í heiminum fékk það framlengingu til loka ágústs 2021. Samstarfslöng eru Rúmenía, Pólland, Spánn, Tyrkland og Ísland. Markmiðið með verkefninu er að vinna með nemendur sem þurfa á sérkennslu að halda, bera saman aðferðir sem notaðar eru við lestrarkennslu og aðferðir sem hver skóli nýtir þegar nemendur lenda í félagslegri einangrun. Útkoman á að vera sú að skólar geti tekið upp nýjar aðferðir annaðhvort sem þeir hafa séð hjá hvorum öðrum eða aðferðir sem verða til við vinnu þessa verkefnis.  

Umsjón: Anna Svanhildur Daníelsdóttir
English
Hafðu samband