Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Móttökuáætlun nemenda með fötlun

Álftanessskóli vinnur samkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla, þar sem allir eiga að fá jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í grunnskólum án aðgreiningar. Þannig að komið sé til móts við náms-, líkams-, félags- og tilfinningalegar þarfir þeirra, óháð fötlun. Deildarstjóri stoðþjónustu aflar bakgrunnsupplýsinga um nemandann. Fundað er með foreldrum, umsjónarkennara, deildarstjóra stoðþjónustu, sérkennara og /eða þroskaþjálfa. Námsleg markmið eru metin í þverfaglegu teymi í samráði við foreldra. Deildarstjóri stoðþjónustu kemur mikilvægum upplýsingum er varðar námslega stöðu/ öryggi nemandans til kennara/starfsmanna er málið varðar.. Það er gert til að þeir fái viðeigandi upplýsingar um nemandann og hægt sé að taka tillit til þarfa hans. Ef um mikil frávik í þroska er að ræða sækir starfsfólk sér auka fræðslu og þjónustu utan skólans. Að öðru leyti miðast móttökuáætlun Álftanesskóla við móttöku nýrra nemenda.

English
Hafðu samband