Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólamatur veturinn 2013-2014

20.08.2013
Skólamatur veturinn 2013-2014

Skólamatur veturinn 2013 - 2014

Kæri viðtakandi.

Skólamatur ehf. mun sjá um hádegismáltíðir í Álftanesskóla vetur eins og undanfarin ár.  En við sameiningu sveitarfélagana Álftanes og Garðabæjar lækkaði gjaldskrá skólamáltíða til samræmis við verð sem áður giltu í Garðabæ.
Í upphafi vetrar er gott að fara yfir nokkur atriði svo allt gangi nú sem best.

Skráning í skólamatinn hefst fimmtudaginn 22. ágúst, á heimasíðuinni www.skolamatur.is Þar má einnig finna nánari upplýsingar um skólamatinn.  Hægt að senda fyrirspurnir á skolamatur@skolamatur.is

Áskrift frá fyrra vetri endurnýjast ekki og því þarf að endurnýja allar mataráskriftir nú í skólabyrjun.

Afgreiðsla skólamáltíða hefst svo föstudaginn 23. ágúst. n.k. og hefst þá fyrsta áskriftartímabilið.
Næsta áskriftatímabil er frá 4. október til 3 nóvember. Og eftir það er hvert áskriftartímabil frá 4. til 3. hvers mánaðar.

Hver máltíð kostar 428 kr..  Einungis er greitt fyrir mat þá daga sem skóli er skv. skóladagatali.  Mataráskriftir eru seldar í áskriftatímabilum.  Boðið er upp á dagaval í mataráskrift.  Þá er hægt að velja ákveðna vikudaga sem nemandinn á að vera í mat, og sleppa öðrum.
Hægt er að greiða með færslu af greiðslukorti, greiðslukröfu í heimabanka/netbanka, eða fá sendan greiðsluseðil.  Gjalddagi er í upphafi hvers áskriftatímabils.
Í mötuneyti skólans stendur eldri nemendum til boða að kaupa samlokur, drykki og fleira, í frímínútum.  Í vetur verður aukin áhersla lögð heimasmurt, skyrhristinga(boozt) og aðra hollustu.

Maturinn sem boðið er uppá er eldaður í Álftanesskóla eins og undanfarin ár.

Forráðamenn nemenda sem af heilsufarsástæðum þurfa að fá sérstaklega útbúin mat, t.d. vegna ofnæmis eða sjúkdóma geta óskað eftir sérfæði, við áskriftaumsókn.  Skila þarf inn læknisvottorði en vottorð frá fyrra ári gilda.

Lykillinn að góðri þjónustu eru góð samskipti og við hvetjum því foreldra og nemendur að koma til okkar ábendingum og athugasemdum um skólamatinn til okkar.  Þannig getum við unnið saman að því að í skólanum sé boði upp á hollan og góðan mat.

 

Með von um gott samstarf í vetur

Starfsfólk Skólamatar ehf.

 

Til baka
English
Hafðu samband