Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulagsdagur og útikennsludagar

25.10.2013
Skipulagsdagur og útikennsludagar

Skipulagsdagur

Samkvæmt skóladagatali er Skipulagsdagur í öllu grunnskólum Garðabæjar mánudaginn 28. október – rauður dagur á skóladagatali. Nemendur skólans eru þá í frí frá skólasókn þann dag. Þennan dag er einnig lokað í Frístund- tómstundaheimili  hér á Álftanesi vegna fræðsludags starfsmanna tómstundaheimila í Garðabæ.

 

Lesið í nesið - Útikennsludagar

29. og 30. október er skert viðvera nemenda í Álftanesskóla – gulir dagar á skóladagtali.

 

Útikennsludagar verða í Álftanesskóla dagana 29. og 30. október. Um er að ræða skerta kennsludaga þar sem vinna hefst kl. 9:00 og lýkur í hádeginu. Skólinn opnar kl. 7:45 að venju og geta þeir nemendur sem þurfa að koma fyrir kl. 9:00 mætt á bókasafn skólans. Nánari dagskrá og verkefni verða send út af umsjónarkennurum.

 

Nemendur koma með nesti eins og áður og að sjálfsögðu er mataráskriftin eins og venjulega.

Alla þessa daga eru foreldrar hjartalega velkomnir í skólann til að fylgjast með og sjá vinnu nemenda Minnum á að nemendur komi klæddir eftir veðri því þau eru úti allan daginn frá kl. 9:00 til hádegis þessa tvo daga. Einnig að nemendur komi með nesti sem hægt er að borða utandyra. Farið verður í gönguferðir í fjörur og á holt og hraun. Skólataskan er ekki nauðsynleg þessa daga en gott er að hafa meðfærilegan bakpoka undir nesti og sokka til skiptanna.

 

Námsviðtöl

Mánudaginn 4. nóvember eru námsviðtöl og því skertur skóladagur nemenda með foreldrum og umsjónarkennara Álftanesskóla. Umsjónarkennarar senda út viðtalstíma fyrir námsviðtalið eftir helgina.

Til baka
English
Hafðu samband