Foreldrarölt fer vel af stað
27.01.2014

Það er óhætt að segja að foreldraröltið fari vel af stað í upphafi nýs árs. Þátttaka foreldra hefur verið mjög góð eins og meðfylgjandi myndir af foreldrum barna í 4. bekk sýna en þeir sáu um röltið fyrstu tvö föstudagsröltin í janúar.
Foreldraröltið er framlag foreldra til að gera samfélagið okkar betra en markmið röltsins er að hafa fyrirbyggjandi áhrif og gefa skýr skilaboð um sterkt og gott foreldrasamfélag hér á Álftanesinu.