Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samfestingurinn

06.03.2014
Samfestingurinn

Um helgina 7. og 8. mars er Samfestingurinn (Samfés). Þetta er hátíð fyrir alla unglinga landsins. Á föstudagskvöldinu er ball og munu Páll Óskar, Retro Stefson, Kaleo og fleiri halda uppi stuðinu.

Á laugardeginum er söngkeppni en þar keppa 30 atriði . Við eigum atriði þetta árið en það eru þær Birta Marín og Sara sem ætla að syngja lagið Halo með Beyoncé í íslenskri þýðingu Friðriks Sturlusonar. PoppTV ætlar að senda keppnina út í beinni útsendingu á laugardag, en keppnin er frá kl. 13:00 – 16:00. Kynning á keppendum hefur verið í PoppTV í vikunn. Þar er kynning á keppendum og þeim félagsmiðstöðvum sem eiga atriði. Það voru strákar í stuttmyndavali sem tóku upp okkar myndskeið og klipptu til. Við þökkum þeim fyrir það.

Hér er hægt að sjá myndskeiðið sem við bjuggum til sem kynningu á okkar keppendum og félagsmiðstöðinni. 

Til baka
English
Hafðu samband