Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarnámskeið fyrir foreldra barna í 1.bekk

30.09.2014

Miðvikudaginn 17. september og fimmtudaginn 18. september var haldið lestrarnámskeið fyrir foreldra barna í 1.bekk. Þetta er þriðja árið sem námskeiðið er haldið og hefur það gefið góða raun. Við finnum mikinn mun á heimalestri langflestra barna og lestrarfærni nemenda hefur aukist til muna. Við erum sannfærð um að þennan góða árangur megi þakka annars vegar bættum kennsluháttum í lestrarkennslu í Álftanesskóla og hins vegar því hve foreldrar sinna heimalestrinum betur og af meiri þekkingu eftir að hafa fengið þessa fræðslu.

Stefna okkar er að efla samstarf og samvinnu í lestrarnáminu við lítum svo á að skólinn kenni, en þjálfun fari fram á heimili.

Til baka
English
Hafðu samband