Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari heimsótti okkur

06.11.2014
Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari heimsótti okkur

Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari heimsótti okkur í Álftanesskóla þann 5. nóv. og var með kynningu á nýjustu bók sinni "Gula spjaldið í Gautaborg". Einnig sagði hann frá fyrri bókum í sama flokki sem hafa verið mjög vinsælar.  Mættir voru í matsal skólans nemendur úr 6. 7. 8. og 9. bekk. Þrátt fyrir fjölda nemenda tókst honum mjög vel upp og fékk góða hlustun. Í lokin svarað hann áhugaverðum spurningum nemenda og gaf þeim límmiða.

Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Til baka
English
Hafðu samband