Vegna óveðurs sem nú geisar.
16.12.2014

Áríðandi tilkynning frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins:
Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín í skóla.
Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðinna. Nánari upplýsingar eru á shs.is