Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólmyrkvi föstudaginn 20. mars

19.03.2015
Sólmyrkvi föstudaginn 20. mars

Á morgun föstudaginn 20. mars verður sólmyrkvi sem sést vel frá Íslandi. Í Reykjavík myrkvast tæplega 98% sólar en á Austurlandi yfir 99%. Þetta er langmesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár eða frá aðalmyrkvanum árið 1954. Sjá nánar hér á Stjörnufræðivefnum.

Til að sem flestir geti orðið vitni að þessu einstaka og sjaldgæfa sjónarspili (næsti sólmyrkvi verður árið 2026) þarf viðeigandi hlífðarbúnað. Öruggast er að nota sérútbúin sólmyrkvagleraugu. Slík gleraugu hafa sía burt meira en 99% sólarljóssins og hleypa ekki í gegn skaðlegum útfjólubláum og innrauðum geislum. Aðrar aðferðir eru alls ekki jafn öruggar.

Í tilefni sólmyrkvans hefur Stjörnufræðivefurinn (stjornufraedi.is) og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness með veglegum stuðningi frá Hótel Rangá fært öllum grunnskólum á Íslandi sólmyrkvagleraugu að gjöf svo hver nemandi og kennari geti fylgst með myrkvanum.

Við í Álftanesskóla þökkum þeim kærlega fyrir þennan hlífðarbúnað sem gerir nemendum okkar og kennurum kleift að sjá og upplifa sólmyrkvann án þess að eiga hættu á að verða fyrir augnskaða.

Til baka
English
Hafðu samband