Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flokkunarkönnun Grænfána Álftanesskóla

09.04.2015
Flokkunarkönnun Grænfána Álftanesskóla

Grænfánavinna Álftanesskóla tengist áherslum skólans þar sem mikið er lagt upp úr tengingu skólastarfs við sjálfbærni, umhverfi og náttúru. Bæði kennarar og starfsmenn skólans gera sitt besta til að kynna og fræða nemendur um endurvinnslu og kosti þess að spara og endurnýta. Starfsfólk og nemendur taka virkan þátt í ýmsum verkefnum og eitt af þeim er Flokkunarkönnun en þar er spurt hvað er flokkað til endurvinnslu á heimilum. Hugmyndin er að umræðan um endurvinnslu skili sér inn á heimilin.

Í ár var könnunin í fyrsta skipti lögð fyrir á netinu og tókst það vel til með góðum undirtektum foreldra. Hér má sjá niðurstöður úr flokkunarkönnun Grænafánans. 

Önnur verkefni sem hafa verið fastir liðir í okkar starfi eru grænfánalöggur (stofueftirlitið), samgöngukönnun, 1. des. tískusýning, útikennsla, gróðursetning, flokkun og endurnýting á ýmsum efnum sem til falla frá í skólanum,  flokkun á sorpi (mæling á lífrænum úrgangi í umsjónarstofum, matsal og kennaraeldhúsi gert að vori og hausti til samanburðar), Göngum í skólann verkefni, skólalóðahreinsun og fleira.

Í listum og almennri kennslu er lögð áhersla á notkun á verðlausum efnum í sköpun og viljum við þakka þeim kærlega fyrir sem hafa verið duglegir að safna og vera með okkur í liði. 

Stöndum vörð um hreina jörð “

Til baka
English
Hafðu samband