Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Unglistaleikarnir 29. og 30. apríl kl. 8:15

27.04.2015
Unglistaleikarnir 29. og 30. apríl kl. 8:15

Unglistaleikarnir verða haldnir dagana 29. og 30. apríl og er þema leikanna í ár Barnasáttmálinn. Nemendum verður skipt í hópa og munu list- og verkgreinakennarar ásamt öðrum kennurum setja upp vinnustöðvar um allan skólann fyrir nemendur.

Nemendur þurfa að hafa með sér bakpoka með nesti, pennaveski með litum, blýanti, strokleðri, límstifti og skærum.

Athugið að þessa daga eiga nemendur að mæta í skólann kl. 8:15 eins og venjulega (en ekki kl. 9 eins og fram kom í fréttabréfi skólans) og lýkur skóladegi eftir hádegismat eða um kl. 13. Frístund er opin eins og venjulega.

 

Til baka
English
Hafðu samband