Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsviðtöl þriðjudaginn 8. mars

01.03.2016
Námsviðtöl þriðjudaginn 8. mars

Þriðjudaginn 8. mars verða námsviðtöl í öllum árgöngum. Foreldrar bóka sjálfir tíma í gegnum Mentor og mikilvægt er að þeir sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum bóki viðtöl strax til að þeir fái samliggjandi tíma í viðtölin. Mikilvægt er hins vegar að bóka viðtölin ekki of þétt (15 mín á milli) svo tími sé til að fara á milli stofa.

Skráning opnar miðvikudaginn 2. mars og síðasti dagur til að bóka sig í viðtal verður sunnudaginn 6. mars eftir það mun kerfið loka fyrir bókanir.

Leiðbeiningar og kennslumyndband um skráningu viðtala í Mentor má finna á heimasíðu skólans undir Foreldrar - Námsviðtöl.

Til baka
English
Hafðu samband