Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1000 bóka-partý í 4. bekk

04.03.2016
1000 bóka-partý í 4. bekk

Í gær var 1000 bóka-partý í 4. bekk skólans. Undanfarnar vikur hafa nemendur í 4. bekk keppst við að lesa yfir 1000 bækur í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Hátíðin fólst  meðal annars í gæðastund í Félagsmiðstöð Álftaness sem þau völdu sér sjálf sem verðlaun fyrir vel unnin verk. Að henni lokinni kom Ævar vísindamaður í eigin persónu sem leynigestur í heimsókn í bekkina ásamt fréttamanni og myndatökumanni Kastljóss. Hann ræddi við krakkana um dugnað þeirra í bókalestri, svaraði hinum ýmsu spurningum og las svo upp úr nýju bókinni sinni.

Krakkarnir voru að vonum yfir sig spennt og ánægð með heimsóknina og að henni lokinni var pizzuveisla í tilefni dagsins. 

Upptakan frá 1000 bóka-partýinu var sýnd í Kastljósi í gær, hér má einnig sjá myndir frá hátíðinni.

 


Til baka
English
Hafðu samband