Næsti fundur www.naumattum.is
23.09.2016

Náum áttum er fræðslu- og forvarnahópur sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna. Á fyrsta fundi hópsins þetta skólaár verður fjallað um rafrettur og munntóbak og spurt hvort þetta sé nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning. Framsöguerindin koma frá Láru G Sigurðardóttur lækni og fræðslustjóra Krabbameinsfélags Íslands, Viðari Jenssyni verkefnastjóra tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis og Guðmundi Karli Snæbjörnssyni lækni. Að venju verður morgunverðar- fundurinn haldinn á Grand Hóteli og skráningar á hann hér á heimasíðu verkefnisins. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á meðan húsrúm leyfir.
http://www.naumattum.is/page/na_skraningafund