Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesið í Nesið fimmtudag og föstudag

03.10.2017
Lesið í Nesið fimmtudag og föstudag

Næstkomandi fimmtudag og föstudag eru útikennsludagar í skólanum sem kallast "Lesið í Nesið". Þetta eru skertir skóladagar, þ.e. skóli frá kl. 9:00 til 13:00. Allir verða að koma klæddir eftir veðri þessa daga og með nesti í litlum bakpoka.

Dagskráin þessa daga er eftirfarandi:
Fimmtudagur 5. okt. - stóri fjörudagurinn
Allir nemendur skólans fara í fjöruferð og þurfa að hafa með sér skóflur, fötur, dollur eða annað sem hægt er að nota til sandkastalagerðar ef til er.


Föstudagur 6.okt.
Hver bekkur vinnur að ákveðnum verkefnum með sínum umsjónarkennara þennan dag. Nánari dagskrá kemur frá umsjónarkennurum undir "Fréttir" í Mentor.

 

Til baka
English
Hafðu samband